Innlent

Lífeyrissjóðir hefja viðræður um sameiningu

Lífeyrissjóðir Norðurlands og Austurlands hafa ákveðið að hefja formlegar viðræðu um sameiningu sjóðanna. Þetta var á ákveðið á stjórnarfundum þeirra í vikunni. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þar að lútandi í desember í fyrra en nú á að láta reyna á það hvort af sameiningu getur orðið. Ef samkomulag næst milli lífeyrisjóðanna verður til lífeyrissjóður með hátt í 20 þúsund sjóðsfélaga, en á síðasta ári voru 12.300 félagar í Lífeyrissjóði Norðurlands og um 7300 í Lífeyrissjóði Austurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×