Innlent

Hey handa hungruðum úlföldum í Arabíu

Vilhjálmur Þórarinsson bóndi í Litlu-Tungu, sem er einn afkastamesti heyútflutningsbóndinn á landinu, hefur fengið fyrirspurnir frá Jórdaníu og Dubai um hey handa úlföldum.

Fram kemur á fréttavefnum suðurland.is að hann hafi verið beðin um að útvega hey fyrir hundruð úlfalda. Í samtali við Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi sagði hann að í þessum löndum væri eyðimörk og lítið um ræktað land. Úlfaldabændur þar þyrftu því að reiða sig að mestu á innflutt fóður. Málið væri á byrjunarstigi en mikil áhugi væri hjá báðum aðilum.

Hann hefur þegar flutt út um 200 tonn af heyi til Færeyja í ár og segir að verðið á Íslandi sé of lágt vegna aukins framleiðslukostnaðar. Verð erlendis er sé mjög gott og því megi búast við að verð á Íslandi komi til með að hækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×