Innlent

Atvinnuleysi minnkar milli mánaða

MYND/Vilhelm

Atvinnuleysi í september reyndist eitt prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða samkvæmt áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þegar horft er til septembermánaðar í fyrra hefur atvinnuleysi minnkað um 0,4 prósentustig en þá var það 1,4 prósent.

Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er nú um eitt prósent en á landsbyggðinni er það mest á Suðurnesjum eða 1,9 prósent en hins vegar er það minnst á Norðurlandi vestra og Austurlandi eða 0,3 prósent. Lausum störfum fækkaði í septemberlok frá ágústlokum um 101 og segir á vef Vinnumálastofnunar að gera megi ráð fyrir því að atvinnuleysi í október aukist lítils háttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×