Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára 11. október 2006 12:43 MYND/Vilhelm Auðlindanefnd iðnaðarráðherra leggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. Fram kemur í skýrslunni að nefndin sé sammála um að mikilvægt sé að samþætta sjónarmið verndunar og nýtingar við mat á virkjunarkostum og taka beri tillit til sjónamiða sjálfbærrar þróunar og þeirra verðmæta sem felist í náttúrunni sjálfri. Tillögur nefndarinnar eru í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er gerð grein fyrir tillögum varðandi framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem um ræðir og og í öðru lagi fjallar nefndin um það það með hvaða hætti taka beri afstöðu til umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi sem þegar hafi komið fram. Í þriðja lagi er fjallað um tillögur um það með hvaða hætti valið verði milli slíkra umsókna í framtíðinni Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlinda á borð við jarðefni, jarðhita, gurnnvatn og vatnsafls til raforkuframleiðslu. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skuli til langs tíma, t.d. 25 ára í senn, en sætti reglulegri endurskoðun. Leggur nefndin til að við gerð slíkrar áætlunar verð sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á þeim hugsanlegu virkjunarkostum sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammááætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðavarma og sömuleiðis rannsókna 2. áfanga rammáætlunarinnar sem liggja á fyrir árið 2009. Í nýtingarhluta áætlunarinnar verði skilgreind þau svæði sem teljist nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa en í verndarhlutanum verð skilgreind þau svæði sem vernda eigi vegna þess að talið sé að orkuvinnsla þar hafi of mikil umhverfisáhrif. Er lagt til að áætlunin verði unnin í samráði við alla helstu hagsmunaaðila. „Til að tillögur þessar geti orðið raunhæfar er jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld leggi aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstandandi rammaáætlunar þannig að hægt verði að ljúka þeim rannsóknum og mati árið 2009," segir enn fremur í skýrslunni. Ekki náðist samstaða í nefndinni um það hvaða auðlindanýtingu eigi að heimila á tímabilinu þangað til mörkuð hefur verið að lögum framtíðarstefna um auðlindanýtingu, eða fram til ársins 2010. Agnar Olsen, Hjörleifur Kvaran og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir skýrsluna með fyrirvara um þann þátt. Kolbrún gerir auk þess fleiri athugasemdir í bókun sinni. Þá gerir Jóhann Ársælsson grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri bókun þó svo að hann standi að niðurstöðunum skýrslunnar í öllum atriðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Auðlindanefnd iðnaðarráðherra leggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. Fram kemur í skýrslunni að nefndin sé sammála um að mikilvægt sé að samþætta sjónarmið verndunar og nýtingar við mat á virkjunarkostum og taka beri tillit til sjónamiða sjálfbærrar þróunar og þeirra verðmæta sem felist í náttúrunni sjálfri. Tillögur nefndarinnar eru í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er gerð grein fyrir tillögum varðandi framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem um ræðir og og í öðru lagi fjallar nefndin um það það með hvaða hætti taka beri afstöðu til umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi sem þegar hafi komið fram. Í þriðja lagi er fjallað um tillögur um það með hvaða hætti valið verði milli slíkra umsókna í framtíðinni Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlinda á borð við jarðefni, jarðhita, gurnnvatn og vatnsafls til raforkuframleiðslu. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skuli til langs tíma, t.d. 25 ára í senn, en sætti reglulegri endurskoðun. Leggur nefndin til að við gerð slíkrar áætlunar verð sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á þeim hugsanlegu virkjunarkostum sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammááætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðavarma og sömuleiðis rannsókna 2. áfanga rammáætlunarinnar sem liggja á fyrir árið 2009. Í nýtingarhluta áætlunarinnar verði skilgreind þau svæði sem teljist nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa en í verndarhlutanum verð skilgreind þau svæði sem vernda eigi vegna þess að talið sé að orkuvinnsla þar hafi of mikil umhverfisáhrif. Er lagt til að áætlunin verði unnin í samráði við alla helstu hagsmunaaðila. „Til að tillögur þessar geti orðið raunhæfar er jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld leggi aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstandandi rammaáætlunar þannig að hægt verði að ljúka þeim rannsóknum og mati árið 2009," segir enn fremur í skýrslunni. Ekki náðist samstaða í nefndinni um það hvaða auðlindanýtingu eigi að heimila á tímabilinu þangað til mörkuð hefur verið að lögum framtíðarstefna um auðlindanýtingu, eða fram til ársins 2010. Agnar Olsen, Hjörleifur Kvaran og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir skýrsluna með fyrirvara um þann þátt. Kolbrún gerir auk þess fleiri athugasemdir í bókun sinni. Þá gerir Jóhann Ársælsson grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri bókun þó svo að hann standi að niðurstöðunum skýrslunnar í öllum atriðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira