Enski boltinn

Eggert Magnússon að kaupa West Ham?

Eggert Magnússon segist íhuga að gera kauptilboð í West Ham af hreinum knattspyrnuáhuga
Eggert Magnússon segist íhuga að gera kauptilboð í West Ham af hreinum knattspyrnuáhuga Mynd/Atli Þór

Eggert Magnússon, formaður knattspyrnusambands Íslands, átti í fyrradag fund með forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham. Eggert staðfesti í samtali við Þorstein Gunnarsson á NFS að hann væri að íhuga að festa kaup á félaginu.

Eggert staðfesti þetta í samtali við NFS í gærkvöld, en ítrekaði að málið væri á algjörum byrjunarreit. Eggert segist standa einn í þessum áformum, en vildi annars lítið tjá sig um málið. Þrír aðilar eiga saman stærstan hluta í knattspyrnufélaginu West Ham, en stjórnin hafnaði á dögunum 70 milljón punda tilboði íranska viðskiptajöfursins Kia Joorachian í félagið, svo ljóst er að hér eru engir smáauarar á ferðinni. Fregnir frá Englandi herma að félagið sé ekki falt fyrir minna en eitthvað á bilinu 10-15 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×