Innlent

Kaupa Icelandair

Líkur eru á því að gengið verði frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair á næstu dögum, að stærstum hluta til hóps fjárfesta með tengsl við fyrrum Sambandsfyrirtæki.

Samkæmt heimildum NFS verður hópur kjölfestufjárfesta eigandi að 30% í félaginu en í upphafi vikunnar tók Glitnir að sér að tryggja sölu á 51% í Icelandair. Sá hópur sem vill eignast þessi 30% hefur stofnað félag um þessa eign sem fengið hefur nafnið Háflug. Að Háflugi standa Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, Helgi S Guðmundsson, framkvæmdastjóri og formaður bankaráðs Seðlabankans og Þórólfur Gíslason. Svo gæti farið að fleiri aðilar komi að þessum kjölfestuhlut. Þá munu vera á lokastigi viðræður um kaup á 11% til viðbótar af fjárfestingarfélagi sem Bjarni Benediktsson er í forsvari fyrir, að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þar koma að málum eigendur Olíufélagsins. Einnig greinir blaðið frá því að helstu stjórnendur Icelandair vilji eignast innan við 10% í félaginu. Þessir aðilar munu standa að kjölfestueign í Icelandair en stefnt mun að því að setja tæplega helming félagsins í almenna sölu á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×