Innlent

Ríflega helmingshlutur í Icelandair group seldur?

MYND/Vísir

Gengið verður frá sölu á ríflega helmingshlut í Icelandair group til hóps fjárfesta um helgina, að því fram kemur í Morgunblaðinu. Þar segir að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS fari fyrir hópi fjárfesta sem kaupi 30 prósent í fyrirtækinu en ásamt honum komi einnig að kaupunum þeir Helgi S. Guðmundsson og Þórólfur Gíslason.

Eigendur Olíufélagsins hafa einnig í hyggju að kaupa 10 til 11 prósenta hlut í félaginu og loks munu lykilstjórnendur fyrirtækisins ætla sér svipaðan hlut í kaupunum. Samkvæmt blaðinu munu þessi kaup skila móðurfélaginu, Fl-group þrjátíu og þremur milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×