Innlent

Landsvirkjun hafnar gagnrýni prófessors

Sex og hálfur milljarður fór í undirbúning og frumhönnun fyrir Kárahnjúkavirkjun, segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, og blæs á gagnrýni prófessors í jarðeðlisfræði um að þær hafi verið algerlega ófullnægjandi.

Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega undirbúningsrannsóknir fyrir Kárahnjúkavirkjun og segir þær ekki eins ítarlegar og fyrir eldri virkjanir á borð við Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun.

Ein meginástæðan fyrir þessu segir Magnús Tumi er að menn með sérþekkingu á ýmsum sviðum hafa vantað í ráðgjafateymið, til dæmis jarðeðlisfræðinga, mannvirkjafræðinga og sprungufræðinga.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður Landsvirkjunar hafnar þessu. Fjöldinn allur af innlendum og erlendum sérfræðingum hafi verið kallaður til. Hann segir hæpið að menn hefðu fundið það sem olli mestum vandræðum við framkvæmdina þó að boraðar hefðu verið þrefalt fleiri holur. Undirbúningur fyrir Kárahnjúkavirkjun hafi verið jafn ítarlegur og fyrir eldri virkjanir. Hann neitar því að frekari rannsóknir í aðdraganda virkjunarinnar hefðu skilað sér í ódýrari framkvæmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×