Ryanair vill Aer Lingus 5. október 2006 09:10 Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi. Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, segir að gangi kaupin muni litlar breytingar verða gerðar á Aer Lingus. Flugfélögin muni keppa eftir sem áður á markaði og fljúga til sömu staða og fyrr, að hans sögn. Aer Lingus var að langmestu leyti í eigu ríkisins en stærstur hluti þess var seldur í almennu hlutafjárútboði í kauphöllunum í Lundúnum í Bretlandi og í Dublin á Írlandi í vikunni á útboðsgenginu genginu 2,2 evrur á hlut. Það samsvarar því að markaðsvirði félagsins nemi 1,13 milljörðum evra eða 99 milljörðum íslenskra króna. Ryanair keypti hins vegar 16 prósent í félaginu á genginu 2,8 evrur á hlut. Írska ríkið átti 85,1 prósent hlutafjár í flugfélaginu en seldi rúm 50 prósent þess í almennu hlutafjárútboði. Breska ríkisútvarpið segir að verði salan samþykkt þá muni írska ríkið fá ríflega 500 milljónir evra eða 43 milljarða krónur í sinn hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert tilboð í allt hlutafé írska flugfélagsins Aer Lingus. Tilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 130 milljarða íslenskra króna. Ryanair hefur þegar keypt 16 prósent í flugfélaginu. Forstjóri Ryanair segir þetta einstakt tækifæri til að byggja upp eitt sterkt flugfélag á Írlandi. Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, segir að gangi kaupin muni litlar breytingar verða gerðar á Aer Lingus. Flugfélögin muni keppa eftir sem áður á markaði og fljúga til sömu staða og fyrr, að hans sögn. Aer Lingus var að langmestu leyti í eigu ríkisins en stærstur hluti þess var seldur í almennu hlutafjárútboði í kauphöllunum í Lundúnum í Bretlandi og í Dublin á Írlandi í vikunni á útboðsgenginu genginu 2,2 evrur á hlut. Það samsvarar því að markaðsvirði félagsins nemi 1,13 milljörðum evra eða 99 milljörðum íslenskra króna. Ryanair keypti hins vegar 16 prósent í félaginu á genginu 2,8 evrur á hlut. Írska ríkið átti 85,1 prósent hlutafjár í flugfélaginu en seldi rúm 50 prósent þess í almennu hlutafjárútboði. Breska ríkisútvarpið segir að verði salan samþykkt þá muni írska ríkið fá ríflega 500 milljónir evra eða 43 milljarða krónur í sinn hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira