Innlent

Verið að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði

Reykjanesbraut.
Reykjanesbraut. MYND/Vísir
Næstu daga verður lokið við og tekin í notkun tvöföld Reykjanesbraut í Hafnarfirði norður fyrir mislæg gatnamót við Urriðaholt.

Á meðan verið er að ljúka við framkvæmdirnar þarf að víxla umferð milli akbrauta sem veldur aukinni truflun á umferð. Vonast er til að hægt verði að ljúka áfanganum fyrir fimmtudaginn í næstu viku. Verið er að ganga frá lýsingu á þessum kafla og verður kveikt á henni í áföngum þessa og næstu viku.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að nú standi yfir vinna við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi og má búast við umferðartöfum þar.

Á Djúpvegi við Selá í Hrútafirði standa nú yfir brúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð á brúna aftur á þriðjudaginn kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×