Innlent

Íbúðalánasjóður neytendum mikilvægur

MYND/Vísir

Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um Íbúðalánasjóð. Í ályktun félagsins segir að það fagni því að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum en Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki.

Félagið hafi fagnaði því sérstaklega þegar bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst 2004. Í fyrstu hafi þessi viðbót verið íbúðarkaupendum til hagsbóta. Á síðustu mánuðum hafi hins vegar orðið stórfelldar breytingar á þjónustu bankanna við íbúðakaupendur og fólki gert mjög erfitt fyrir. Þetta hafi gert fasteignasölum og neytendum ljóst hversu mikilvægur Íbúðalánasjóður sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×