Innlent

Flest félögin hækkuðu

Kauphöll Íslands
Kauphöll Íslands MYND/Stefán

Sautján af tuttugu og tveimur félögum á Aðallista Kauphallar Íslands hækkuðu á þriðja ársfjórðungi. Gengi tveggja félaga hélst óbreytt en þrjú félög lækkuðu á fjórðungnum.

Fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka að mesta hækkunin hafi verið á hlutabréfum FL Group en bréfin hækkuðu um 33,3% á tímabilinu. Hlutabréf Landsbankans hækkuðu næst mest eða um 31,7%. Mest var lækkunin á bréfum í Dagsbrún, Avion Group og HB Granda.

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 14,8% á fjórðungnum. Vísitalan hefur því hækkað um 13,6% það sem af er árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×