Innlent

Samtök atvinnulífsins vilja Búlgara og Rúmena

Samtök atvinnulífsins sjá enga ástæðu til þess að takmarka aðgang rúmenskra og búlgarskra ríkisborgara að íslenskum vinnumarkaði í kjölfar þess að umrædd ríki gerast aðilar að ESB og EES um næstu áramót.

Þvert á móti beri að taka vel á móti þessum nýju aðildarríkjum EES með öllum þeim réttindum og skyldum sem aðild hefur í för með sér.

Samtökin segja að þenslan á íslenskum vinnumarkaði sé líklega sú mesta í allri álfunni og greiður aðgangur erlends starfsfólks hafi verið grundvallarforsenda þess hagvaxtar og þeirra lífskjarabóta sem Íslendingar hafa notið undanfarin ár.

Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Ragnars Árnasonar, forstöðumanns vinnumarkaðssviðs SA, á ráðstefnu EES vinnumiðlunar um íslenskan vinnumarkað í kjölfar stækkunar ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×