Enski boltinn

Hughes ætlar Blackburn í riðlakeppnina

Mark Hughes
Mark Hughes NordicPhotos/GettyImages

Mark Hughes, stjóri Blackburn, segir ekkert annað koma til greina en að koma liði sínu í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en Blackburn mætir Salzburg á heimavelli í síðari viðureign liðanna í forkeppninni annað kvöld. Fyrri leikurinn fór 2-2 þar sem enska liðið fékk á sig jöfnunarmark í blálokin.

"Við höfum ekki tapað í síðustu fjórum leikjum og tveir sigurleikir í röð hafa hleypt góðu sjálfstrausti í liðið. Nú þurfum við bara góðan sigur í Evrópukeppninni til að koma okkur á gott flug - því við ætlum okkur í riðlakeppnina hvað sem það kostar.

Okkur langar umfram allt að halda áfram að byggja upp gott lið hérna hjá Blackburn. Flestir hallast að því að við höfum náð betri árangri en nokkur þorði að vona í fyrra, því að ná sjötta sæti þá eftir að liðið var í miklu basli árið áður - var sannarlega til marks um það mikla starf sem unnið hefur verið á síðustu misserum. Við viljum festa okkur í sessi sem eitt af 10 bestu liðunum í deildinni og vera liðið sem enginn vill mæta - sem við reyndar erum þegar," sagði Hughes. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×