Enski boltinn

Yfirtökutal hefur truflandi áhrif á liðið

Alan Pardew
Alan Pardew NordicPhotos/GettyImages

Alan Pardew segir að endalausar vangaveltur um að gert verði yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið West Ham séu farnar að hafa truflandi áhrif á liðið. West Ham hefur gengið afleitlega síðan Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez gengu í raðir félagsins á sínum tíma, en síðan hefur aðeins einn sigur unnist.

"Það væri best fyrir alla ef þetta mál yrði úr sögunni sem fyrst," sagði Pardew þegar hann var spurður út í fyrirhugaða yfirtöku. "Stjórnarformaðurinn er að vinna í málinu, en ég held að séu margvíslegar ástæður fyrir slæmu gengi okkar. Við höfum lent í meiðslum, tali um yfirtöku og ekki má gleyma því að mótherjar okkar eru farnir að taka okkur miklu alvarlegar en áður - ekki bara út af nýju mönnunum í liðinu, heldur af því við erum lið til að taka alvarlega. Við fáum miklu minna pláss til athafna á vellinum og það hefði gerst hvort sem Argentínumennirnir hefðu komið hingað eður ei," sagði Pardew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×