Innlent

Ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja boðið út

Mynd/Vísir

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Sturlu Böðvarssonar um að undirbúa útboð á ríkisstyrktu áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í framhaldi af því að Landsflug tilkynnti á föstudaginn var að félagið myndi hætta áætlunarflugi frá og með 25. september.

Liltar líkur voru taldar á því að aðrir flugrekendur myndu hefja flug á leiðinni án ríkisstyrkja og því lagði samgönguráðherra þetta til. Vegagerðinni hefur verið falin umsjá með útboðinu eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu.

En þar sem útboðsferlið tekur sex til sjö mánuði lagði samgönguráðherra einnig til að hafnar yrðu viðræður við flugrekstraraðila um að sinna flugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja gegn fjárhagslegum stuðningi á meðan á ferlinu stendur. Sú tillaga var einnig samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×