Innlent

Leigusamningur vegna tækja líklega framlengdur

Á svæði bandaríska hersins í Keflavík.
Á svæði bandaríska hersins í Keflavík. MYND/Pjetur

Leigusamningur milli íslenskra og bandarískra stjónvalda vegna tækjabúnaðar á Keflavíkurflugvelli verður hugsanlega framlengdur um fjögur ár til viðbótar því ári sem samið verður um. Frá þessu er greint á vef Víkurfétta.

Líklegt er talið að samningur um framtíð varnarsamstarfsins verði kynntur á morgun. Víkurfréttir segjast hafa heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld leggji mikla áherslu á það að leigutíminn verði lengdur. Enda þurfi miklar fjárfestingar svo hægt sé að reka alþjóðaflugvöll eftir að allur búnaður svo sem slökkviliðsbílar, snjóruðningstæki og fleira verða fjarlægð.

Kostnaður við hverja slökkvibifreið á flugvellinum hleypur á tugum milljóna og því talið að endurnýjun á búnaði kosti hundruð milljóna. Heimildarmenn Víkurfrétta segja að Bandaríkjamenn hafi tekið vel í beiðni Íslendinga um að framlengja samninginn um fjögur ár en málið sé þó ekki afgreitt ytra.

Talið er víst að Bandaríkjamenn segji upp samningum um rekstur Ratstjárstofnunar, sá samningur felur í sér eins árs uppsagnarfrest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×