Innlent

Afar mikilvægt að byggja nýtt sjúkrahús sem fyrst

Deildarráð læknadeildar telur afar þýðingarmikið fyrir þjóðina að byggt verði nýtt háskólasjúkrahús sem fyrst, svo unnt verði að ljúka sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ráðið hvetur í tilkynningu til samstöðu allra innan sem utan Landspíatala- háskólasjúkrahúss um uppbyggingu háskólaskólasjúkrahússins og heilbrigðisvísindadeilda á einum stað. Þar segir einnig að starfsemi Landspítalans sé nú margskipt og dreifð víða um borgina og telja megi að orsakir margra þeirra vandamála sem við sé að etja í dag felist í óhagræði þessarar dreifingar. Deildarráð hvetur jafnframt til þess að sú þekking og aðstaða, sem fyrir hendi er utan Landspítalans verði einnig nýtt við klíníska kennslu, þjálfun og rannsóknir nemenda í heilbrigðisvísindagreinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×