Innlent

Spáir nýju hagvaxtarskeiði eftir rúmt ár

Landsbankinn spáir nýju hagvaxtaskeiði eftir rúmt ár, eða árið 2008. Þetta kemur fram í hagspá Landsbankans sem kynnt var í morgun. Nýja hagvaxtaskeiðið árið má rekja til áframhaldandi stóriðjuframkvæmda.

Telur bankinn að hagvöxtur á þessu árabili verði fimm prósent á ári. Þá reiknar Landsbankinn með því að verðbólga lækki hratt á næsta ári meðal annars vegna kælingar á fasteignamarkaði og hækkandi gengis krónunnar. Ólíkt því sem margir hafa óttast býst bankinn ekki við því að fasteignaverð lækki að neinu marki á næstu misserum. Þá telur bankinn að krónan muni fremur styrkjast en veikjast á næstu árum. Það muni ekki slá í bakseglin í þeim efnum með lækkun gengis fyrr en árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×