Innlent

Alls óvíst að samflot verið við Norðmenn

Dómsmálaráðherra Noregs segir alls óvíst að samflot verði haft með Íslendingum um þyrlukaup til norsku strandgæslunnar og íslensku Landhelgisgæslunnar, eins og fyrirhugað var í sparnaðarskyni.

Greint er frá þessu á norskum netmiðli í dag og haft eftir Knuit Storberg, dómsmálaráðherra að ákveðið verði fyrir áramót hvort keyptar verði NH 90 þyrlur handa strandgæslunni, eins og keyptar hafa verið handa hernum og strandgæslan muni helst vilja, eða að viðskiptin verði boðin út á alþjóðamarkaði, eins og aðrir þyrluframleiðendur hafa krafist.

Í greininni segir að íslendingarnir vilji helst þyrlur ætlaðar til almenns flugs með björgunarbúnaði til viðbótar, en ekki ser byggðar herþyrlur, eins og Noðrmenn vilji. Íslendingar vilji annaðhvort Sikorsky S-92 eða Eurocopter ec-225, en norska strandgæslan vilji helst NH 90, eins og áður sagði, Ágústa Westland EH 101 og jafnvel Sikorsky s-92, eins og íslendingar virðast geta hugsað sér.

Það er því ekki nema ein þyrlutegund sem báðir gætu hugsanlega sætt sig við, sem Noðrmenn telja að bindi hendur þeirra við valið. Í ráði sé að Noðrmenn kaupi 8 til 10 nýjar þyrlur og íslendingar þrjár, og því hafi verið rætt um samflot með að fyrir augum að ná hagsætðari samningum með kaupum á fleir þyrlum en færri, í einu, en nú séu þverrandi líkur á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×