Innlent

Bændur í Ölfusi heyjuðu í blíðunni

Tveir bændur í Ölfusi heyjuðu í dag þrátt fyrir að farið sé að síga á seinni hlutann í september. Annar þeirra missti af þurrki á Íslandi þegar hann baðaði sig í sólinni á Krít.

Steindór Guðmundsson á Egilsstöðum í Ölfusi hóf annan slátt fyrir tveimur dögum en hann missti af góðum þurrki þegar hann brá sér til Krítar með eiginkonunni í byrjun mánaðarins. Hann var bara ánægður með uppskeruna og segir sumarverkunum hér með lokið. Páll sveitungi Steindórs á Sandhóli heyjaði líka í dag og átti hann lítið eftir þegar NFS bar að garði. Hann sagði ekkert nýtt að slegið sé svona seint því á árum áður hafi heyskap stundum ekki lokið fyrr en í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×