Innlent

Skífan sektuð um 65 milljónir króna

MYND/Pjetur

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í sumar um að Skífan skuli greiða 65 milljónir króna í sekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sínu og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga.

Þetta gerði Skífan með ólögmætum samningum við Hagkaup um sölu á hljómdiskum og tölvuleikjum, annars vegar á árinu 2003 og hins vegar á árinu 2004, sem báðir fela í sér svokölluð einkakaup og samkeppnishamlandi afslætti. Skífan skaut úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarneffndar sem segir að brot Skífunnar hafi verið bæði augljós og alvarleg en fyrirtækið hafði áður verið sektað fyrir brot á samkeppnislögum. Það var árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×