Innlent

Amerískt spínat reyndist ekki mengað

Ekkert bendir til þess að amerískt spíntat sem innkallað var af íslenskum markaði í liðinni viku hafi verið mengað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaeftirliti Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar.

Eins og fram hefur komið ákváðu nokkrir framleiðendur spínats í Bandaríkjunum að grípa til þeirrar varúðarráðstöfunar að innkalla af markaði allt ferskt spínat vegna þess að einhver hluti þess reyndist mengaður af e.coli-gerlum og olli þannig veikindum og einu dauðsfalli þar í landi. Innköllunin náði til nokkurra vörutegunda sem voru til sölu hérlendis og voru sýni send til rannsóknar. Engar bakteríur reyndust í sýnunum hér á landi en rannsókn á uppruna sýkingarinnar í Bandaríkjunum er enn í fullum gangi og mun dreifing á spínati þaðan ekki hefjast að nýju fyrr en framleiðendur ytra geta tryggt öryggi vörunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×