Innlent

Í gæsluvarðhald eftir ránsferð um landið

Tveir ungir menn úr hópi þjófagengis, sem farið hefur ránshendi víða um land að undanförnu, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi.

Lögreglan í Keflavík beið í gær eftir að lögreglan í Reykjavík lyki yfirheyrslum yfir síbrotamönnunum, sem Reykjavíkurlögreglan handtók á stolnum jeppa í fyrrinótt eftir að Selfosslögreglan hafði handtekið þá á stolnum fólksbíl teimur nóttum fyrr.

Hún flutti mennina beint til Keflavíkur og eftir yfirheryslur þar síðdegis, vegna afbrota mannanna þar í bæ, óskaði lögreglan eftir gæsluvarðhladsúrskurði yfir þeim sem Héraðsdómur Reykjaness féllst á í gærkvöldi.

Þegar það rennur út bíða svo Húsavíkurlögreglan og lögreglan í Borgarnesi eftir að fá að tala við mennina vegna afbrota þeirra í þeim bæjarfélögum, sem gæti leitt til enn frekara gæsluvarðhalds og reyndar á Selfosslögreglan líka eftir að ræða við þá vegna innborts í sumarbústað við Þingvelli nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×