Innlent

Húsaleiga fer hækkandi á höfuðborgarsvæðinu

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi þrátt fyrir offramboð á húsnæði og að íbúðir standi tómar. Formaður Húseigendafélagsins rekur þessa þróun til þess að færri og færri fái nú fyrirgreiðslu til fasteignakaupa og að eftirspurn hafi því aukist á leigumarkaði.

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að spenna á leigumarkaði hér á landi hafi færst í aukanan að undanförnu og ástæðan sé sú að erfiðara sé fyrir ungt fólk að kaupa eigið húsnæði eftir að bankarnir fóru að hægja á sér í lánveitingum.

Hér virðist því um enn eina hliðina á svokallaðri húsnæðisbólu. Sigurður segir bóluna skrýtna en um sé að ræða alþjóðlegt fyrirbæri. Bólan virðist vera að hjaðma víða um lönd eins og í Ameríku, Noregi og Bretlandi.

Sigurður segir fasteignaverð samanstanda af þremur þáttum: lóð, byggingarkostnaði og álagningu og allt umfram það séu væntingar og huglæg atriðiði. Aðspurður hvað þeir tveir þættir séu stór hluti af verði á nýju húsnæði hér á landi segir Sigurður að meðan kaupin gerðust hvað best og hraðast hafi það verið stærsti hlutinn af söluverðinu.

Ýmsir hafa spáð allt að 20 prósenta verðlækkun á húsnæði við þessar aðstæður og Sigurður segir að það geti haft skelfilegar afleiðingar því þá fjari undan mörgu veðinu og þá geti margir lent í vandræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×