Innlent

Vill varanlegar lausn á húsnæðismálum NÍ

Umhverfisráðherra segir tíma til kominn að húsnæðisvandi Náttúfurfræðistofnunar Íslands og náttúrugripasafnsins verði leystur. Hún leggur til að stofnununum verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli.

Jónína Bjartmarz kynnti nýlega tillögur sínar um flutning Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrugripasafn Íslands og vísindasafnsins til Keflavíkurflugvallar. Jónína segir að málið sé á frumstigi. Hún útilokar þó ekki aðra möguleika í stöðunni en leggur áherslur á að varanleg laus verði fundin í húsnæðismálum stofnanna.

Náttúrugripasafn Íslands er eitt elsta safn Íslands stofnað árið 1889. Safnið hefur verið í bráðabirgða húsnæði frá árinu 1968 og þar áður voru safnmunir geymdir í kössum í ein sjö ár. Lengi hefur staðið til að finna safninu varanlegt húsnæði og hafa einar sautján stjórnskipaðar nefndir verið stofnaðar til að fjalla um mál stofnunarinnar, þó án mikilla breytinga. Snorri Baldursson, staðgengill forstjóra fagnar umræðunni, en segir að hann efist um að það sé góð lausn að flytja safnið til Keflavíkurflugvallar.

Það eru einkum nemar og ferðamenn sem leggja leið sína á safnið. Gestafjöldi safnsin hefur minnkað töluvert með árunum, en sem dæmi þá var gestafjöldi safnsins um 14.000 manns þegar best lét um miðja síðustu öld en er í dag um 3000 manns á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×