Erlent

Grunaðir um að hafa skotið á bænahús gyðinga í Osló

Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið fjóra menn sem eru grunaðir um að hafa gert árás á bænahús gyðinga í borginni um síðustu helgi. Skotið var á bænahúsið. Einn þeirra handteknu var tekinn höndum í Þýskalandi síðasta sumar, grunaður um að skipuleggja hryðjuverkaárás þegar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð sem hæst.

Hann var svo handtekinn í Noregi í síðustu viku grunaður um að hafa haft í hótunum við glæpafréttamann í Osló. Skotið var á hús hans í sumar. Hinir handteknu neita því að hafa ráðist á bænahúsið. Mennirnir eru allir aðfluttir til Noregs og einn þeirra frá Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×