Innlent

Ómar útilokar ekki framboð

Ómar Ragnarsson í nýlegri ferð á Kárahnjúka með Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Ómar Ragnarsson í nýlegri ferð á Kárahnjúka með Geir H. Haarde forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Vilhelm Gunnarsson

Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður sagði í viðtali við NFS í dag að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála. Hann myndi skoða hvar hann kæmi helst að gagni.

Ómar sagði þetta í viðtali í kjölfar fréttamannafundar sem hann boðaði til. Á fréttamannafundinum las hann upp ákall til þjóðarinnar um að koma í veg fyrir að Jöklu og umhverfi hennar yrði sökkt í kjölfar gangsetningar Kárahnjúkavirkjunar. Ómar sagði það vel gerlegt og að fremur ætti að virkja jarðhita á Norðausturlandi til að knýja álver Alcoa á Reyðarfirði. Átta síðna aukablað með þessum hugmyndum Ómars mun fylgja Morgunblaðinu á sunnudag.

Ómar ræddi einnig breytingar á störfum sínum hjá Sjónvarpinu en hann mun áfram vinna að dagskrárgerð og fréttum fyrir RÚV en ekki fjalla um umhverfismál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×