Innlent

Vill flytja Náttúrufræðistofnun Íslands til Keflavíkurflugvallar

Mynd/GVA

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur lagt til við ríkisstjórn að starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Á fréttavef Víkurfrétta kemur fram að Jónína hafi viðrað hugmyndir sínar við Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins. Málið er sagt vera enn á hugmyndastigi en hafi fengið jákvæð viðbrögð í ríkisstjórn. Umhverfisráðherra leggur einnig til að náttúrugripasafnið og vísindasafnið yrði flutt til Keflavíkurflugvallar en Náttúrufræðistofnun og náttúrugripasafnið búa við þröngan húsakost við Hlemm 3 í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×