Innlent

Brutust inn í íbúðarhús eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi

Mynd/Vísir

Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni á stolnum bíl frá Húsavík, og eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld, en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur, en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið, að yfirheyrslum loknum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×