Fótbolti

Mjög sáttur þrátt fyrir að vera á bekknum

Eiður Smári nýtur lífsins vel á Spáni þó hann eigi ekki fast sæti í liðinu
Eiður Smári nýtur lífsins vel á Spáni þó hann eigi ekki fast sæti í liðinu NordicPhotos/GettyImages

Eiður Smári Guðjohnsen segist fullkomlega sáttur við lífið hjá nýja liðinu sínu Barcelona þó hann hafi þurft að verma varamannabekkinn hjá liðinu fyrstu vikurnar, líkt og hann gerði hjá Chelsea. Hann segir að leikstíll þeirra Frank Rijkaard og Jose Mourinho sé hreint ekki svo ólíkur.

"Þegar ég skrifaðu undir hjá Barcelona, vissi ég að ég væri að skrifa undir samning hjá stórliði - Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona," sagði Eiður Smári í samtali við netsíðuna elmundodeportivo.

"Það eru frábærir leikmenn hérna hjá Barcelona og það er gríðarlega erfitt fyrir nýjan leikmann að stimpla sig inn í byrunarliðið - en þegar tækifærið kemur - verð ég tilbúinn," sagði Eiður.

"Að mínu mati hef ég náð að standa mig ágætlega á þeim mínútum sem ég hef fengið að spila og það er frábær tilfinning að spila við hlið bestu knattspyrnumanna heims. Mér líður einstaklega vel hér í borginni og fólkið tekur mér vel. Ég vakna brosandi á morgnana og kem heim með sama brosið á kvöldin," sagði Eiður og bætti við að leikstíll þeirra Jose Mourinho og Frank Rijkaard væri í rauninni mjög líkur og því ætti hann ekki í neinum erfiðleikum með að aðlagast spilamennsku Barcelona.

"Að mínu mati er ekki stór grundvallarmunur á því hvernig þeir Rijkaard og Mourinho leggja línurnar. Þeir eru báðir góðir þjálfarar, en stærsti munurinn er sá að Mourinho er blóðheitur og æstur á meðan Rijkaard er frekar rólegur náungi," sagði Eiður Smári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×