Innlent

SHÍ og FSHA starfa saman

Stúdentaráð Háskóla Íslands og Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri hafa undirritað samstarfssamning. Meginmarkmið með honum er að sýna samstöðu innan háskólanna þegar unnið er að stórum málum er varða nemendur beggja háskólanna eftir því sem segir í tilkynningu frá félögunum. Meðal þeirra mála sem samningurinn nær til er að útgáfa á afsláttarkorti fyrir alla stúdenta á Íslandi og aukin samvinna skólanna tveggja við að tryggja sér aukið fjármagn til að efla gæði náms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×