Innlent

Mikil umferðarteppa vegna slyss í Ártúnsbrekku

Mikil umferðarteppa myndaðist í Reykjavík í dag í kjölfar umferðarslyss sem varð skömmu fyrir hádegi í Ártúnsbrekkunni. Vörubíll með tengivagn sem var að flytja rúðu gler valt með þeim afleiðingum að glerið dreifðist um götuna og því var ákveðið að loka Miklubraut frá Grensásvegi til austurs og upp í Ártúnsbrekku. Gatan var lokuð í um þrjár klukkustundir og mynduðust miklar raðir á þeim vegum þangað sem umferðinni var beint. Eitt umferðaróhapp varð á Bústaðaveginum í umferðarteppunni en þar rákust bílar saman með þeim afleiðingum að draga þurfti báða í burtu. Engan sakaði hins vegar í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×