OMX kaupir Kauphöllina 19. september 2006 09:08 Hús Kauphallar Íslands. OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði. Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hyggist taka yfir OMX og var haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag segir að ætlunin sé að tilkynna undirritun formlegs samkomulags fyrir lok október. Hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. verður í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Alls munu hluthafar EV fá 2,07 milljónir hluta í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í EV að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki munu hluthafar fá greitt handbært fé og verðbréf í eigu EV að verðmæti 570 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni Kauphöllin gleðjist yfir yfir því að geta tekið þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Muni það verða bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs enda verði skráð fyrirtæki í Kauphöllinni mun sýnilegri og geta borið sig saman við stærri hóp fyrirtækja. Einnig megi gera ráð fyrir því að fleiri erlendir aðilar muni taka þátt á íslenskum markaði og auka þannig seljanleikann. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta," segir hann í tilkynningunni. Ætlunin er að íslensk fyrirtæki muni verða hluti af Norræna listanum í upphafi næsta árs og í kjölfarið muni sýnileiki þeirra aukast. Frá sama tíma mun íslenskum markaðsupplýsingum verða dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf munu áfram endurspegla þróun á íslenska markaðnum. Einnig er búist við því að sameining auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, verður breytt og fær hann heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrirtæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Afleiðumarkaður verður settur á stofn á næsta ári með afleiður á skráð bréf í Kauphöllinni. Markaðurinn verður starfræktur á svipaðan hátt og aðrir afleiðumarkaðir innan OMX, að því er segir í tilkynningunni. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands munu eftir sem áður lúta íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX. Kaupin eru meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki auka aðalfundar OMX. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira
OMX, sem á og rekur kauphallir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. (EV), eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði. Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hyggist taka yfir OMX og var haft eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands í dag segir að ætlunin sé að tilkynna undirritun formlegs samkomulags fyrir lok október. Hluthöfum í Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. verður í framhaldinu gert tilboð þar sem þeim verður boðið að fá nýútgefin hlutabréf í OMX. Alls munu hluthafar EV fá 2,07 milljónir hluta í OMX í skiptum fyrir hlut sinn í EV að verðmæti 2.450 milljónir króna. Að auki munu hluthafar fá greitt handbært fé og verðbréf í eigu EV að verðmæti 570 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupin verði fullfrágengin fyrir lok þessa árs. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni Kauphöllin gleðjist yfir yfir því að geta tekið þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Muni það verða bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs enda verði skráð fyrirtæki í Kauphöllinni mun sýnilegri og geta borið sig saman við stærri hóp fyrirtækja. Einnig megi gera ráð fyrir því að fleiri erlendir aðilar muni taka þátt á íslenskum markaði og auka þannig seljanleikann. Jukku Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX, segir félagið ánægt með að dýpka samstarfið enn frekar og bjóði þau íslenska markaðinn velkominn inn í OMX. „Við erum að skapa samþættan norrænan markað til að auka viðskipti á milli Norðurlandanna og gera hann meira aðlaðandi í augum erlendra fjárfesta," segir hann í tilkynningunni. Ætlunin er að íslensk fyrirtæki muni verða hluti af Norræna listanum í upphafi næsta árs og í kjölfarið muni sýnileiki þeirra aukast. Frá sama tíma mun íslenskum markaðsupplýsingum verða dreift með öðrum upplýsingum frá OMX og íslensk bréf verða hluti af OMX vísitölunum. Vísitölur fyrir íslensk bréf munu áfram endurspegla þróun á íslenska markaðnum. Einnig er búist við því að sameining auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, verður breytt og fær hann heitið First North. First North er annar stærsti evrópski hlutabréfamarkaðurinn fyrir smá og millistór fyrirtæki hvað fjölda fyrirtækja varðar. Afleiðumarkaður verður settur á stofn á næsta ári með afleiður á skráð bréf í Kauphöllinni. Markaðurinn verður starfræktur á svipaðan hátt og aðrir afleiðumarkaðir innan OMX, að því er segir í tilkynningunni. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands munu eftir sem áður lúta íslenskum lögum og eftirliti íslenskra yfirvalda. Kauphöll Íslands verður markaðssett undir merkjum OMX. Kaupin eru meðal annars háð áreiðanleikakönnun, undirritun samnings um sameiningu, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki auka aðalfundar OMX.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira