Innlent

Gripinn nakinn á almannafæri

MYND/Róbert

Lögreglan í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina eftir því sem fram kemur á vef hennar. Í einu þeirra var hún kölluð til þegar erlendir ferðamenn höfðu reist tjald sitt á sólpalli við fjölbýlishús í borginni. Fólkinu var gert að taka tjald sitt og leita sér gistingar annars staðar. Þá kom lögreglan ölvuðum manni til aðstoðar en sá var nakinn á almannafæri. Maðurinn gat engar skýringar gefið á þessu athæfi og sömuleiðis var fátt um svör þegar leita átti eftir fötum hans. Lögreglunni tókst að útvega spjarir á manninn og síðan var honum ekið til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×