Handbolti

Dagur ráðinn framkvæmdastjóri Vals

Dagur Sigurðsson er á heimleið
Dagur Sigurðsson er á heimleið Mynd/Holl Foto

Dagur Sigurðsson hættir í vor sem þjálfari og leikmaður austurríska handknattleiksliðsins Bregens og verður framkvæmdastjóri Vals. Dagur segir að sér hafi staðið ýmislegt til boða en uppbyggingin á Hlíðarenda hafi verið verkefni sem heillaði hann hvað mest. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS nú í hádeginu.

Undir stjórn Dags varð Bregens austurískur meistari og bikarmeistari á nýliðnu keppnistímabili en Dagur hefur verið þjálfari og leikmaður félagsins síðan 2003. Hann hefur gert Bregens þrívegis að austurríkismeisturum og kom félaginu í Meistaradeildina í tvígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×