Innlent

Vitnaleiðslur í Ásláksmáli í dag

Vitnaleiðslur hófust í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna máls á hendur karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa banað öðrum manni á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember árið 2004.

Maðurinn bar við minnisleysi við vitnaleiðslur í morgun en hann er ákærður fyrir að hafa slegið mann á sextugsaldri hnefahögg í háslinn með þeim afleiðingum að slagæð fór í sundur og lést maðurinn af völdum heilablæðingar. Vitnaleiðslur halda áfram fram eftir degi en búist er við að málflutningur verði í héraðsdómi á morgun. Ekki liggur fyrir hvaða refsingar saksóknari krefst vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×