Innlent

Vilja fund vegna málefna Barnahúss

MYND/E.Ól

Fulltrúar Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd hafa óskað eftir fundi um málefni Barnahúss eftir umræður síðustu daga um framkvæmd skýrslutöku á börnum vegna meintra kynferðisafbrota.

Í tilkynningu fulltrúunum segir að efasemdir hafi komið fram um þá lagabreytingu að fyrsta skýrslutaka af barni fari fram sem dómsathöfn. Slíkt fyrirkomulag þýði að sakborningur eigi rétt á að fylgjast með vitnisburði barnsins. Þá komi það einkennilega fyrir sjónir að Héraðsdómur Reykjavíkur neiti einn dómstóla að nota þá aðstöðu og sérfræðiþekkingu sem er til staðar í Barnahúsi. Vilja fulltrúar Samfylkingarinnar að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, og Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, verði boðaðir á fund allsherjarnefndar af þeim sökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×