Innlent

Dregur úr verðbólgu milli mánaða

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofunni. Hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6 prósent síðustu mánuði sem þýðir að dregið hefur úr verðbólgu í landinu um eitt prósentustig frá síðasta mánuði.

Fram kemur á vef Hagstofunnar vísitalan hækki nú meðal annars vegna þess verð á fötum hefur hækkað í kjölfar útsöluloka og þá hækkar verð á dagvörum einnig. Verð á bensíni og olíu lækkaði hins vegar um 3,3 prósent og flugfargjöld um tæp ellefu prósent. Þegar horft er til síðustu þriggja mánaða hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4 prósent sem jafngildir 5,8 prósenta verðbólgu á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×