Innlent

Kosið um þrjú efstu sætin í Norðausturkjördæmi

MYND/GVA

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að halda prófkjör við röðun efstu manna á lista flokksins fyrir næstu þingkosningar.

Í prófkjörinu verður kosið um þrjú efstu sætin þar sem tryggt skal að bæði kynin eigi fulltrúa. Prófkjörið fer fram með póstkostningu Sex manns hafa þegar lýst yfir framboði í kjördæminu. Það eru núverandi þingmenn Samfylkingarinnar, þeir Einar Már Sigurðarson og Kristján L. Möller, varaþingmaðurinn Lára Stefánsdóttir og þau Benedikt Sigurðarson og Sveinn Arnarsson á Akueyri og Jónína Rós Guðmundsdóttir á Egilsstöðum. Kristján og Benedikt sækjast eftir fyrsta sætinu, Lára og Einar Már eftir öðru sæti og þau Sveinn og Jónína Rós eftir því þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×