Schumacher ætlar að hætta eftir tímabilið 10. september 2006 13:36 Michael Schumacher hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir keppnistímabilið. MYND/AFP Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur. "Það hefur verið mikið rætt um framtíð mína á síðustu viku og ég held að allir áhugamenn um formúlu, stuðningsmenn mínir og Ferrari, eigi rétt á að vita hvað ég ætla að gera. Ég segi þetta hreint út - ég hef ákveðið að hætta eftir þetta tímabil," sagði Schumacher og það mátti heyra saumnál detta á blaðamannafundinum. "Þetta er ákvörðun sem er tekin með Ferrari og í sátt við alla aðila. Þetta hefur verið einstakur tími og stórkostlegur ferill. Ég hef notið hverrar einustu sekúndu. Ég vill þakka fjölskyldu minni. Þau hafa stutt mig allan þennan tíma og án hans hefði ég ekki getað þetta," sagði Schumacher sem hefur unnið alls 90 sigra í formúlu 1 á ferlinum og var sigurinn í dag hans sjötti á tímabilinu í ár. "Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun og mesta eftirsjáin er að skilja við starfsmenn Ferrari því ég hef myndað sérstaklega sterk tengsl við þá. Nú ætla ég að einbeita mér að þeim þremur mótum sem eftir eru og við erum staðráðnir í að klára þetta með stæl. Ég hef aldrei verið einbeittari að því að vinna titilinn. Ég get ekki hugsað mér að enda þetta öðruvísi en með sigri," sagði Schumacher að lokum. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher var rétt í þessum að tilkynna á dramatískum blaðamannafundi eftir Ítalíukappaksturinn að hann hafi ákveðið að þetta verði síðasta tímabilið á hans ferli. Þrjú mót eru eftir á keppnistímabilinu og eftir þau er Schumacher hættur. "Það hefur verið mikið rætt um framtíð mína á síðustu viku og ég held að allir áhugamenn um formúlu, stuðningsmenn mínir og Ferrari, eigi rétt á að vita hvað ég ætla að gera. Ég segi þetta hreint út - ég hef ákveðið að hætta eftir þetta tímabil," sagði Schumacher og það mátti heyra saumnál detta á blaðamannafundinum. "Þetta er ákvörðun sem er tekin með Ferrari og í sátt við alla aðila. Þetta hefur verið einstakur tími og stórkostlegur ferill. Ég hef notið hverrar einustu sekúndu. Ég vill þakka fjölskyldu minni. Þau hafa stutt mig allan þennan tíma og án hans hefði ég ekki getað þetta," sagði Schumacher sem hefur unnið alls 90 sigra í formúlu 1 á ferlinum og var sigurinn í dag hans sjötti á tímabilinu í ár. "Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun og mesta eftirsjáin er að skilja við starfsmenn Ferrari því ég hef myndað sérstaklega sterk tengsl við þá. Nú ætla ég að einbeita mér að þeim þremur mótum sem eftir eru og við erum staðráðnir í að klára þetta með stæl. Ég hef aldrei verið einbeittari að því að vinna titilinn. Ég get ekki hugsað mér að enda þetta öðruvísi en með sigri," sagði Schumacher að lokum.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira