Heimsmeistarinn Fernando Alonso var rétt í þessu að falla úr leik í Ítalíu-kappakstrinum. Vélin í bíl Alonso nánast hvellsprakk en þetta er í fyrsta skipti í hjartnær tvö ár sem vél Renault klikkar.
Michael Schumacher er í fysta sæti þegar átta hringir eru eftir og ef niðurstaðan verður þannig mun hann minnka forystu Alonso á toppnum niður í aðeins tvö stig. Kimi Raikkönen er í öðru sæti.