Þetta er ekki íþrótt 10. september 2006 13:00 Fernando Alonso er bugaður maður eftir tímatökurnar. MYND/Getty Ökuþórinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Renault í formúlu 1, er æfur eftir að hafa verið refsað fyrir að hindra Felipe Massa í tímatökunum fyrir Ítalíu-kappaksturinn í gær, að því er yfirmenn formúlunnar segja að hafi verið vísvitandi. Alrangt, segir Alonso. Refsins Alonso yfir brotið meinta var að þrír hröðustu hringir hans voru strokaðir út og hefur það í för með sér að hann ræsir í 10 sæti í stað þess fimmta. „Ég ók minn hring án þess að hindra einhvern af ásettu ráði. Ég lít ekki lengur á formúlu 1 sem íþrótt," sagði Alonso nánast með tárin í augunum á blaðamannafundi á Ítalíu í morgun. „Ef þið skoðið upptökur af atvikinu og segið að þetta sé vísvitandi hindrun þá eigum við eftir að upplifa helling af vandamálum héðan í frá í tímatökum. Ef þetta er hindrun þá skil ég ekki hvernig við eigum að geta keppt," sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ökuþórinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Renault í formúlu 1, er æfur eftir að hafa verið refsað fyrir að hindra Felipe Massa í tímatökunum fyrir Ítalíu-kappaksturinn í gær, að því er yfirmenn formúlunnar segja að hafi verið vísvitandi. Alrangt, segir Alonso. Refsins Alonso yfir brotið meinta var að þrír hröðustu hringir hans voru strokaðir út og hefur það í för með sér að hann ræsir í 10 sæti í stað þess fimmta. „Ég ók minn hring án þess að hindra einhvern af ásettu ráði. Ég lít ekki lengur á formúlu 1 sem íþrótt," sagði Alonso nánast með tárin í augunum á blaðamannafundi á Ítalíu í morgun. „Ef þið skoðið upptökur af atvikinu og segið að þetta sé vísvitandi hindrun þá eigum við eftir að upplifa helling af vandamálum héðan í frá í tímatökum. Ef þetta er hindrun þá skil ég ekki hvernig við eigum að geta keppt," sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira