Sport

Breiðablik yfir í hálfleik

Blikar eru með forystu þegar bikarúrslitaleikurinn er hálfnaður.
Blikar eru með forystu þegar bikarúrslitaleikurinn er hálfnaður.

Breiðablik hefur 2-1 forystu á Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik VISA-bikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsstúlkum yfir strax á 4. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en Elín Anna Steinarsdóttir jafnaði á 26. mínútu. Það var síðan Ólína G. Viðarsdóttir sem kom Blikum yfir skömmu síðar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnu.

"Þetta er ekki nógu gott hjá okkur. Við erum ekki að ná að stöðva föstu leikatriðin og við verðum að laga það í síðari hálfleik," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, í viðtali við RÚV áður en gengið var til búningsklefa í hálfleik. Guðmundur Magnússon, þjálfari Blika, var hins vegar sáttur með stelpurnar sínar. "Mér finnst liðið hafa verið að spila vel og mikill karakter að ná að koma til baka eftir áfallið í upphafi leiks."

Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×