Sport

Hannes líklega í byrjunarliðinu

Verður hent beint í djúpu laugina með Bröndby í dag
Verður hent beint í djúpu laugina með Bröndby í dag

Hannes Þ. Sigurðsson, landsliðsmaðurinn sem var skilinn eftir utan hóps vegna þreytu í leiknum í Danmörku, verður líklega í byrjunarliði Bröndby gegn toppliði Aab í viðureign liðanna í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Að sögn René Meulensteens, þjálfara Bröndby, hefur Hannes litið frábærlega vel út á æfingum en hann gekk til liðs við félagið frá Stoke í síðasta mánuði. Svo virðist sem að þreyta, sem var ástæða Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara fyrir að hafa hann ekki í hóp gegn Danmörku, hafi ekki verið vandamál á æfingum Bröndby síðustu daga.

"Hannes lítur mjög vel út og hefur skorað mikið," segir Meulensteens en Morten Rasmussen, einn aðalframherji liðsins, er meiddur og telja danski fjölmiðlar líklegt að Hannes komi beint inn í byrjunarliðið og leysi hann af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×