Innlent

Vill auknar heimildir til að uppræta fíkniefnasölu

MYND/Teitur
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur að vel skipulagður litháískur glæpahringur standi fyrir umfangsmiklum innflutningi, dreifingu og sölu fíkniefna hér á landi. Hann segir mikilvægt í þessu ljósi að lögregla og tollgæsla fái auknar heimildir og fjármagn til að uppræta sölu- og dreifingarkerfi glæpahópsins.

Jóhann segir að eitthvað sé að vaxa hér á landi sem yfirvöld þurfi að skera burtu og þar þurfi löggæsluyfirvöld að geta unnið sem heild. Hann sé ekki að tala um að styrkja einstök lögregluembætti heldur vilji hann sjá miðlægt afl.

Aðspurður hvort hann sé að leggja dómsmálaráðherra lið í baráttu hans fyrir leyniþjónustu segist Jóhann ekki vilja nota það orð en menn hafi rætt um greiningardeild eða starfsemi sem sé ekki á hefðbundnu lögreglusviði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×