Innlent

Fíkniefni fundust við tollaeftirlit í Norrænu

Fíkniefni fundust við hefðbundið tollaeftirlit í Norrænu á Seyðisfirði í gær. Fram kemur a vef lögreglunnar að kveðnir hafi verið upp úrskurðir í málinu um gæsluvarðhald í fjórar vikur í Héraðsdómi Austurlands. Málið hefur verið afhent fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík en hún verst allra frétta af því hvers konar fíkniefni er að ræða og hversu mikið magn fannst. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildarinnar, er rannsókn málsins á frumstigi. Sýslumaðurinn á Seyðsifirði naut aðstoðar tollvarðar frá Tollstjóranum og lögreglumanna víða af landinu auk fíkniefniahunda við leitina í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×