Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru 22. ágúst 2006 19:59 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Jón Ásgeir sendi frá sér sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu þess efnis að ekki yrði endurákært vegna ákæruliðar sem dómstólar höfðu vísað frá. Þar með liggur fyrir að endanleg niðurstaða er komin í fyrsta lið ákærukaflans í Baugsmálinu svokallaða en hann var sá alvarlegasti í málinu og snéri að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. Þessi fyrsti liður ákærunnar snerist í stuttu máli um meinta sviksemi við kaup á 10-11 verslununum, fyrst til félaga í eigu Jóns Ásgeirs sjálfs og síðar frá þeim til Baugs. Var talið að þar hefðu hagsmunir almenningshlutafélagsins Baugs verið fyrir borð bornir og félgið skaðast um hundruð milljóna króna. Þessi ákæruliður hefur farið tvo hringi í dómskerfinu, tvisvar í gegnum bæði dómsstig. Í öllum tilfellum hefur ákærunni verið vísað frá og hún aldrei fengið efnislega meðferð. Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun sína á þessum ákæruliðum fyrir mánuði tjáði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sig um að kannað yrði hvort ákært yrði aftur í þessu máli. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Í kjölfar þess sendi Jón Ásgeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Jón Ásgeir sendi frá sér sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu þess efnis að ekki yrði endurákært vegna ákæruliðar sem dómstólar höfðu vísað frá. Þar með liggur fyrir að endanleg niðurstaða er komin í fyrsta lið ákærukaflans í Baugsmálinu svokallaða en hann var sá alvarlegasti í málinu og snéri að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. Þessi fyrsti liður ákærunnar snerist í stuttu máli um meinta sviksemi við kaup á 10-11 verslununum, fyrst til félaga í eigu Jóns Ásgeirs sjálfs og síðar frá þeim til Baugs. Var talið að þar hefðu hagsmunir almenningshlutafélagsins Baugs verið fyrir borð bornir og félgið skaðast um hundruð milljóna króna. Þessi ákæruliður hefur farið tvo hringi í dómskerfinu, tvisvar í gegnum bæði dómsstig. Í öllum tilfellum hefur ákærunni verið vísað frá og hún aldrei fengið efnislega meðferð. Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun sína á þessum ákæruliðum fyrir mánuði tjáði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sig um að kannað yrði hvort ákært yrði aftur í þessu máli. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Í kjölfar þess sendi Jón Ásgeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira