Fótbolti

Reyes fer ekki til Real Madrid

Arsene Wenger segir að ekkert verði af því fyrir lokun félagaskiptagluggans að Jose Antonio Reyes fari til Real Madrid eins og mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Wenger segir að engin tilboð hafi borist frá spænska félaginu og því sé leikmaðurinn ekki að fara neitt.

Það verður ekkert af því að Reyes fari til Real Madrid, ég get fullvissað ykkur um það," sagði Wenger við breska fjölmiðla í dag. "Umboðsmaður Reyes svífur í 2000 feta hæð og verður að fara að koma niður á jörðina. Til að félag geti keypt leikmann, verður það að boða til fundar, lýsa yfir áhuga sínum og segja hvað það hefur mikla peninga til umráða - þá er hægt að fara að tala saman. Þangað til það gerist er alveg eins gott fyrir menn að vera bara heima hjá sér," sagði Wenger, sem er orðinn hundleiður á yfirlýsingum spænskra í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×