Diarra gerir fimm ára samning við Real

Real Madrid hefur gert fimm ára samning við Malímanninn Mahamadou Diarra sem kemur frá frönsku meisturunum Lyon. Diarra verður formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Real eftir helgina, en á að vísu eftir að standast læknisskoðun hjá spænska félaginu.